Næstu tónleikar

  • GG blús kemur fram á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Reykjavík Nordica – miðvikudagskvöldið, 16. apríl
  • GG blús heldur útgáfutónleika plötunnar Trouble in Mind á Bird RVK, Reykjavík – laugardagskvöldið, 10. maí. Byrja kl 21:00

Lifandi tónlist

Þeir sem hafa sem hafa gaman af lifandi tónlist, flutta af afli og ástríðu, verða ekki fyrir vonbrigðum með GG blús.

Tónleikar með þeim félögum eru annálaðir fyrir líflega og góða stemningu, þar sem leiknar er jöfnum höndum eigin ópusar af plötunni þeirra – Punch – og vel valdar blús-rokk-ábreiður genginna kynslóða. Hljóðfæraskipanin kallast líka á við heimsfrægra rokk-dúetta eins og Black Keys, Royal Blood og White Stripes, þar sem reynt er að beisla frumkraftinn í blúsinum. Þeir nafnar hafa margoft stigið á stokk hér og hvar, um borg og bý undanfarin ár og meðal annars komið fram á Blúshátíðum í Reykjavík, Hornafirði, Patreksfirði og Borgarnesi við góðan orðstír og koma líka reglulega fram á rokkbúllunni frægu, Dillon á Laugarvegi.